Óþarfa upphlaup?

Sú fregn rýkur nú um netheima að Sigmundur Davíð hafi lokað vefsíðu sinni, væntanlega til að fela þá vandræðalegu minnisvarða sem þar eru um tvískinnunginn sem hann hefur orðið uppvís að.

DV er komið í málið og birtir tengla í vefgeymslur þar sem finna má geymdar færslur af síðunni hans.

Ég er með þá kenningu að þetta sé upphlaup út af engu. Þetta birtist þegar maður fer inn á vefsíðu Sigmundar:
Sigmundurdavid.is
Tilkynning frá hýsingaraðila um að hægt sé að opna síðuna með því að hafa samband við þá er varla eitthvað sem fólk skilur eftir þegar það lokar heimasíðunni sinni. Samkvæmt lénaskráningu Isnic var lénið keypt 17. janúar 2011 og þá kæmi mér ekki á óvart að þegar hýsing var keypt hjá 1984 hafi hún verið keypt frá 1. febrúar þess árs og í eitt ár í senn eins og fyrirtækið býður upp á.Nú er 1. febrúar og síðan lokar með þessum skilaboðum. Ætti ekki að vera fyrsta ágiskun okkar að hann hafi bara klikkað á að borga áskriftina?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s