Hvernig vogar hann sér?

Þessi auglýsing birtist í Víkurfréttum um daginn:

Capture

Ansi margt fer í gegnum hugann við lestur hennar. Persónulega finnst mér þetta vitnisburður um þá slepjulegu foringjadýrkun sem viðgengst í kosningabaráttu (og starfi) Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Muniði eftir bréfunum sem við fengum heim í síðustu bæjarstjórnarkosningunum? Þar sem við vorum beðin um að veita Árna Sigfússyni umboð til þess að leiða bæjarfélagið á þeirri góðu vegferð sem það var á eða eitthvað þvíumlíkt kjaftæði. Kosningabaráttan snerist um hvað það væri nú frábært að hafa Árna áfram sem bæjarstjóra (og hún snerist nú líka um falskar væntingar – en það er efni í önnur skrif) og aðrir á listanum voru bara klappliðið hans. Þetta er byrjað aftur.

Afsprengi þessarar foringjadýrkunar er einmitt það að þegar menn eins og Gunnar Þórarinsson voga sér að sækjast eftir 1. sætinu, þá finnur klappliðið hjá sér þörf til að kaupa auglýsingu til að mæra Árna Sigfússon og leiðtogahæfileika hans. Og undir lofræðuna, sem er hreinlega kómísk á köflum, rita nafn sitt núverandi og fyrrverandi bæjarfulltrúar auk frambjóðenda á lista Sjálfstæðismanna. Það á að kæfa þessa ósvífnu tilraun Gunnars til að rugga bátnum með því að sýna honum að ALLIR standi saman gegn honum. Það held ég að hefði verið nær að Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ keyptu svona auglýsingu til að spara fólki að lesa á milli línanna: Image

4 athugasemdir við “Hvernig vogar hann sér?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s