Yfir í annað

Jæja, þá er prófkjör Sjálfstæðismanna að baki. Ég verð nú að segja að niðurstaðan olli mér ákveðnum vonbrigðum og ég þarf að gera það upp við mig á næstu dögum hvort ég kæri mig um aðild að flokknum í framhaldinu.

Það var þó gott að sjá að Víkurfréttir fylgdust með málinu og spurðu erfiðu spurninganna sem enginn annar þorir:

Image

–o–

En þetta var allt saman hressandi. Það var hressandi að lenda í samræðum fólks sem var hjartanlega sammála um mikilvægi þess að skipta út forystu flokksins en hressleikinn hvarf þegar því var fylgt eftir með: „En ég var ekkert að læka þetta. Vildi ekki styggja neinn.“ Það er ástandið sem hér hefur skapast. Við skulum endilega ekki ræða um það sem er að, því þá gætum við pirrað einhvern.

Svo fór sem fór og við ruggum bátnum ekki meira. …í bili. Einbeitum okkur þá að einhverju sem við þorum að ræða og læka. Til dæmis þessari mynd af peysuklæddum hestum.

Image

Þróun lífs á jörðu hefur náð takmarki sínu.

Og já, ég er að taka þátt í Mottumars-söfnuninni. Öll áheit vel þegin. Annars er þetta bara vandræðalegt. 🙂

Image