Peningamokstur í Reykjanesbæ

ImageÍ framhaldi af frétt DV um milljónagjaldþrot fyrirtækis í eigu Böðvars Jónssonar, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar spunnust umræður inni á Facebook grúbbu um málið og Böðvar sjálfur blandaði sér í þær og bauðst til að svara spurningum. Svör hans vöktu upp fleiri spurningar um tengd málefni og áður en langt um leið var sitthvað forvitnilegt komið upp á yfirborð.

Það er í stuttu máli þetta:

Árið 2006 sömdu Fasteign hf. og Sæld ehf. um að hið síðarnefnda myndi byggja nýtt útibú Glitnis í Reykjanesbæ fyrir hið fyrrnefnda. Stjórnarformaður Sældar ehf. á þeim tíma var Böðvar Jónsson og eigandi félagsins var Leiðarendi ehf. sem einnig var í eigu Böðvars, en það er fyrirtækið sem DV fjallaði um að hefði skilið eftir sig 300 milljón króna skuldir.

Stjórnarformaður Fasteignar hf. var Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og samstarfsmaður Böðvars Jónssonar í bæjarstjórn.

Ég ímynda mér að menn hafi ekki þurft að ferðast langt til að eiga í samningaviðræðum út af þessum milljónaviðskiptum.

„Takk fyrir millurnar. Sé þig á kaffistofunni.“

„Takk fyrir millurnar. Sé þig á kaffistofunni.“

Ef ég hef rangt fyrir mér tek ég ábendingum fagnandi. Ég er enginn fræðingur í hinni myrku list að stofna fyrirtæki á fyrirtæki ofan þannig að kannski las ég rangt í eitthvað og óska þá leiðréttinga. Það væri frábært ef ég hefði rangt fyrir mér og tveir forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hefðu ekki verið að flytja fjármuni í samfélagslegri eigu yfir í einkafyrirtæki annars þeirra.