Tómu húsin í Reykjanesbæ

Margir hafa talað um öll tómu húsin sem blasa við þegar maður fer um bæinn okkar og í viðleitni til að átta mig á umfanginu hef ég verið að fara um og taka myndir af tómu húsnæði og fært myndirnar inn á kort. Hér er afraksturinn af því sem komið er, en leitt er að segja frá því að ég hef enn ekki farið um nema hluta bæjarins svo kortið mun versna í útliti áður en yfir lýkur.

Eins og ég hef oft sagt, þá verðum við að horfast í augu við vandamálin ef við ætlum að leysa þau. Þetta er kannski byrjun.

ImageImageImageImage