Leikur að tölum

Milljón og milljarður eru hugtök sem við heyrum hér og þar og svo oft að við erum eiginlega orðin ónæm. Milljarður hér, 500 milljónir þar… Við getum nokkurn veginn ímyndað okkur hve mikið er í milljón því við kljáumst við þær tölur t.d. í íbúðarláninu okkar og bílakaupum. En milljarður er svakalegt hugtak og stærra en við gerum okkur yfirleitt grein fyrir. Yfir morgunkaffinu ákvað ég að reikna saman nokkra hluti upp á grín.

Fyrir um milljón sekúndna hófst verkfall framhaldsskólakennara.

Fyrir um milljarði sekúndna sló kvikmyndin Flashdance í gegn og Thriller-plata Michael Jackson tróndi á toppi vinsældalistanna.

Fyrir um milljarði mínútna lést Jóhannes skírari, lærisveinn Jesú.

Fyrir um milljarði klukkustunda flutti Homo Sapiens búferlum í fyrsta sinn frá Afríku til Suður-Kína.

Milljarður króna er sú upphæð sem Reykjaneshöfn hefur tapað síðustu tvö ár. Fyrir þá upphæð mætti gefa hverju grunnskólabarni í Reykjanesbæ fría máltíð í þessi tvö ár AUK ÞESS að bjóða gjaldfrjálsa leikskólavistun með inniföldum mat.

Á þeim tíma sem það tók mig að skrifa þennan pistil tapaði Reykjaneshöfn 65 þúsund krónum.

Ef ég raðaði sjö milljarða króna skuld Reykjaneshafnar í beina línu með krónupeningum kæmist ég fjórum sinnum umhverfis jörðina.

Þannig er nú það.

Image