Örstutt allegóría

Ég hló innilega þegar ég heyrði af þeirri sögusögn nýverið að ég hefði persónulega hægt mér í smábátahöfnina til að eyðileggja fyrir Bláfánaafhendingunni um daginn. Ég er upp með mér að einhver telji mig svo öflugan að ég geti mengað þúsundir rúmmetra af sjó með svona lítilli fyrirhöfn. Spurning um að senda mig í umhverfismat.

giant-toilet-slide

…og kaupa handa mér eitt svona.

En að því gríni sögðu… Það bar svo til að Reykjanesbær sótti um Bláfánann, alþjóðlega umhverfisviðurkenningu, fyrir smábátahöfnina í Gróf og til stóð að afhenda þeim hann síðasta þriðjudag. Það sem Reykjanesbær lét liggja milli hluta í umsóknarferlinu var að 150 metrum fyrir utan höfnina rennur óhreinsað skolp í sjóinn og höfnin inniheldur þar af leiðandi margfalt leyfilegt magn saurgerla (LEIÐRÉTTING: skv mælingum í feb – nýjar mælingar sýna nú annað skv. nýrri bloggfærslu hér á síðunni). Þetta kom upp úr krafsinu áður en afhendingin átti að fara fram og furðar sig auðvitað enginn á að þar með hafi botninn dottið úr umhverfisverndarviðurkenningunni. DV fjallaði um málið og leitaði skýringa en Víkurfréttir birtu örstuttan texta um að afhendingunni hefði verið frestað og minntust ekki á mögulega saurmengun.

Svona fer þetta fram. Skíturinn er falinn, staðarfjölmiðillinn þegir og þetta er allt einhverjum öðrum að kenna.

[Ég hef leiðrétt rangfærslur mínar um saurgerlamagnið í nýrri bloggfærslu. Þær upplýsingar byggðu á eldri gögnum (og kannski sterkari vindáttum) en ný gögn sýna tandurhreina höfn.]