Leiðrétting um bláfánann – afhentur á morgun!

Þar sem ég sá starfsmenn bæjarins festa upp Bláfánamerkingar niðri við höfn fór ég auðvitað að kanna málið. Þær upplýsingar sem ég hafði undir höndum við skrifin eru frá því fyrr á árinu og sýna tæplega þrítugfalda saurgerlamengun í vatninu en nú hafa verið tekin ný sýni sem sýna að vatnið í höfninni er þess boðlegt að fá viðurkenningu Bláfánans. Ég held að fáir fagni því jafn vel og ég sem íbúi við svæðið.

Ég ræddi við Landvernd sem tjáðu mér að vissulega sé ólögleg skolplögn rétt utan við höfnina sem hafi gefið tilefni til mælinga áður en afhendingin fór fram en niðurstöður hennar voru svona ánægjulegar. Botninn datt því ekki úr áformunum, heldur hnikuðust þau bara aðeins til og nást því blessunarlega fyrir kosningar.

Þannig að… ég skúbba VF enn eina ferðina (og meira að segja rnb.is) og tilkynni hér með að afhendingin mun fara fram.

Endilega deilið sem víðast! Ég hafði rangt fyrir mér og hef enga ástæðu til að fela það. Þvert á móti vil ég vekja athygli á því svo hægt sé að treysta mér til að ástunda heiðarleg vinnubrögð. Ég er nefninlega ekki fullkominn og einmitt svona virkar upplýst umræða.

Ég virðist hafa skitið í buxurnar en ekki í höfnina. 😉

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Leiðrétting um bláfánann – afhentur á morgun!

Ummæli eru ekki leyfð.