Kostnaður við starfsmannafélög

Í október á síðasta ári sendi ég Reykjanesbæ erindi þar sem ég vildi fá að vita um þátttöku bæjarsjóðs í ferðakostnaði starfsmannafélags bæjarskrifstofunnar. Degi síðar frétti ég að fjármálastjóri hefði sent öllum stofnunum bæjarins bréf og sagt að ég færi fram á að fá yfirlit um þessa hluti frá hverri einustu stofnun bæjarins.

Um leið og ég frétti þetta sendi ég snarlega leiðréttingu. Frétti svo að fjármálastjóri væri í kjölfarið enn að krefja allar stofnanir um þessar upplýsingar svo ég leiðrétti þetta enn eina ferðina.

Næsta sem ég veit er að fjármálastjóri kvartar sáran við hvern sem vill á það hlusta að ég sé að skapa henni og starfsfólki ómælda vinnu við að grafa upp óheyrilegt magn af gögnum úr öllum áttum.

Eftir nokkur bréfaskrif um þetta mál vildi fjármálastjóri endilega að þessum gögnum yrði öllum safnað saman vegna þess að fyrst beðið væri um eina stofnun væri allt eins gott að allar gerðu það, þó ég hefði tekið skýrt fram að það væri ekki það sem ég vildi fá.

Þannig að… frekar en að ég sé að sitja á tölum sem ég bað ekki um, þá skil ég skjalið eftir hérna ef einhverjum öðrum þykir það áhugavert. Skiljið endilega eftir athugasemdir ef eitthvað vekur spurningar.

Smellið hér til að opna skjalið. 

2 athugasemdir við “Kostnaður við starfsmannafélög

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s