Laun fráfarandi framkvæmdastjóra Reykjanesbæjar

Þá er það komið í fréttirnar að búið sé að segja upp öllum framkvæmdastjórum Reykjanesbæjar. Af því tilefni langar mig að deila með ykkur upplýsingum um laun þess fólks, í þetta skiptið ekki áætlað út frá útsvari heldur skv. staðfestum upplýsingum frá Reykjaesbæ.

Laun framkvæmdastjóranna eru öllu jafnari en skattskýrslurnar bentu til. Allir hafa þeir 920.767 krónur í mánaðarlaun. Það þætti eflaust flestum nokkuð gott til að lifa af en Reykjanesbær bætir um betur með því að greiða þeim fasta greiðslu fyrir 1.200 kílómetra akstur í hverjum mánuði. Það gerir 134.983 krónur sem bætast við launin þeirra og skila þeim því 1.055.750 krónum á mánuði.

Tveir framkvæmdastjórar virðast snúast meira en aðrir því þeir fá 1.650 kílómetra greidda sem bætir 182.008 krónum við launin sem skilar þeim 1.102.775 krónum í heildarlaun. Þetta eru Guðlaugur H. Sigurjónsson hjá umhverfis- og skipulagssviði og Þórey I. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri.

Einnig má halda því til haga að bæjarritari Reykjanesbæjar fær einnig greidda 1.650 kílómetra á mánuði skv. samningi og þegar því er bætt við 1.070.050 króna laun hans verða þau samtals 1.252.058 krónur á mánuði.

Á toppnum tróndi auðvitað Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri, með sína 2.000 kílómetra á mánuði, eða 214.750 krónur sem að viðbættum 65.057 krónum í risnufé og 1.301.141 krónum í mánaðarlaun skilaði honum 1.580.948 krónum í heildarlaun. giphy