57 klassísk verk í einu

Stórfín útkoma fæst með því að setja 57 klassísk tónverk saman í eitt lag.

Auglýsingar

Ertu taktviss?

Sjáðu hve klár þú ert að halda takti með þessu skemmtilega tóli.


Click image to open interactive version (via Concert Hotels).

Um ofbeldi gagnvart hinu ókunna

Gavin Aung Than gerir myndasögur á síðuna Zen Pencils með því að myndskreyta fleyg og fræg orð. Hér er ein af mínum uppáhalds frá honum, um það samfélagsmein sem ofbeldi er, en myndasagan er byggð á orðum Robert F. Kennedy. Góð lesning í semhengi þeirrar hatursorðræðu sem margir halda uppi gagnvart flóttafólki þessa dagana.

188_rfk

Náðu stjórn á snjalltækjum barnanna með OurPact

Ourpact er áhugavert forrit fyrir snjallsíma sem ég rakst á um daginn. Með því geta foreldrar stjórnað snjalltækjum barna sinna, t.d. með því að takmarka tímann sem hægt er að nota tækið, loka fyrir ákveðin forrit og takmarka t.d. notkun samfélagsmiðla. Þessu er hægt að fjarstýra og höfundar forritsins bjóða meira að segja upp á skemmtilegan samning sem hægt er að gera við barnið um ábyrga notkun tækisins.

Það eru alveg til verri áramótaheit en að ná stjórn á snjalltækjanotkun barnanna, hvort sem það er gert með appi eða öðru móti.

ygkwsqb