Náðu stjórn á snjalltækjum barnanna með OurPact

Ourpact er áhugavert forrit fyrir snjallsíma sem ég rakst á um daginn. Með því geta foreldrar stjórnað snjalltækjum barna sinna, t.d. með því að takmarka tímann sem hægt er að nota tækið, loka fyrir ákveðin forrit og takmarka t.d. notkun samfélagsmiðla. Þessu er hægt að fjarstýra og höfundar forritsins bjóða meira að segja upp á skemmtilegan samning sem hægt er að gera við barnið um ábyrga notkun tækisins.

Það eru alveg til verri áramótaheit en að ná stjórn á snjalltækjanotkun barnanna, hvort sem það er gert með appi eða öðru móti.

ygkwsqb

Auglýsingar